16.11.2012
Í dag eru 205 ár síðan Jónas Hallgrímsson fæddist á Hrauni í Öxnadal. Í dag er einnig haldið upp á dag
íslenskrar tungu sem haldinn hefur verið hátíðlegur árlega á afmæli Jónasar síðan árið 1996.
Í tilefni af 200 ára afmæli Jónasar Hallgrímssonar árið 2007 var haldið niðjamót Rannveigar Jónasdóttur og sr.
Hallgríms Þorsteinssonar foreldra Jónasar. Fyrir niðjamótið var tekið saman smárit með ættfræði og myndum þar sem sjá
má upplýsingar um foreldra Jónasar, systkini hans og nokkra afkomendur þeirra.
09.11.2012
Þjóðskáldið sr. Matthías Jochumsson bjó á Akureyri frá því um vorið 1887 og til dauðadags árið 1920 eða
alls rúm 32 ár. Æviferli Matthíasar verður ekki gerð skil hér því um hann má víða lesa, en benda má
á vefinn http://www.skaldhus.akureyri.is
Sr. Matthías flutti til Akureyrar með konu sína og 8 börn frá Odda á Rangárvöllum árið 1887 og vorið eftir voru börnin orðin
9. Þau settust að í Aðalstræti 50, en þar bjó áður Björn Jónsson ritstjóri og prentsmiðjueigandi og rak þar einnig
prentsmiðju.
02.11.2012
Á næstu vikum verður hér minnst nokkurra „Akureyrarskálda“, gerð grein fyrir búsetu þeirra á Akureyri og skjölum
þeirra í Héraðsskjalasafninu á Akureyri. Ekki verða hér tekin fyrir æviatriði né ritverk, því um það má lesa
víða annars staðar.
26.10.2012
Á Akureyri áttu fátækir og aldraðir kost á heimaþjónustu árið 1907. Þessi þjónusta var þó ekki innt af
hendi af sveitarfélaginu né ríkinu heldur var hún dugnaði og fórnfýsi nokkurra kvenna í bænum að þakka.
19.10.2012
Í gögnum Lúðrasveitar Akureyrar í Héraðsskjalasafninu á Akureyri má m.a. finna stofnfundargerð frá 25. október 1942.
Fundargerðin er líklega uppkast, en eiginleg fundargerðabók hefur ekki enn skilað sér til safnsins. Vonandi er hún vel geymd einhvers staðar og á
eftir að sameinast öðrum gögnum Lúðrasveitar Akureyrar hér á safninu. Í stofnfundargerðina er þetta skráð:
12.10.2012
...Þessi bók er gefin af cand.jur. Birni Halldórssyni, og kann félagið honum beztu þakkir."
Þessi orð eru skrifuð á opnu fundargerðabókar Sundfélagsins Grettis, sem Héraðsskjalasafnið fékk afhent 1. október sl.
Bókin nær yfir árin 1937 – 1946.
Það kemur fram í fyrstu fundargerð félagins að Björn Halldórsson lánaði ritaranum sjálfblekung til þess að skrifa
fundargerðina og á öðrum fundi félagsins var Björn kosinn fyrsti formaður. Hann hefur því gert félaginu ýmislegt gott.
05.10.2012
Guðmundur Vigfússon skósmiður og Helga Guðrún Guðmundsdóttir kona hans byggðu sér hús við Spítalastíg 1 árið
1903. Guðmundur var fæddur 1864 á Hólabaki í Þingeyrasókn, Húnavatnssýslu en Guðrún árið 1866 á
Njálsstöðum í Höskuldsstaðasókn, einnig í Húnavatnssýslu.
14.09.2012
Hitaveita Akureyrar var stofnuð árið 1977 en í nóvember það ár var heitu vatni hleypt á fyrsta húsið með formlegum
hætti. Húsið var Dvalarheimilið Hlíð. Áhugi á að nýta jarðhita til húshitunar á Akureyri var alls ekki
nýr en árið 1939 var skipuð nefnd til að veita forstöðu nauðsynlegum rannsóknum til undirbúning hitaveitu. Nefndin starfaði til 1944 ef
marka má fundargerðabókina.
07.09.2012
Neil Armstrong varð fyrstur manna til þess að stíga á tunglið í júlí 1969. Hann lést 25. ágúst síðast
liðinn, mitt í hátíðahöldum Akureyringa vegna 150 ára afmælis kaupstaðarins.
Armstrong kom í hópi geimfara til Íslands sumarið 1967 og tók létta æfingu í jarðfræðirannsóknum á
Öskju-svæðinu enda hafi Geimferðastofnun Bandaríkjanna komist að þeirri niðurstöðu að landslag á hálendi Íslands væri
mjög svipað því sem væri á tunglinu.
17.08.2012
Í manntali í Hrafnagilssókn 31.12. 1862 má sjá hverjir bjuggu á Akureyri þegar bærinn fékk kaupstaðarréttindin. Húsin
eru númeruð og byrjað er að taka manntal í húsi númer 1 syðst í Fjörunni. Hver fjölskylda fær síðan bókstaf aftan
við númerið til aðgreiningar. Sum húsin fengu nöfn og voru gjarnan kennd við eigendur, svo sem Salbjargarbær, Indriðahús, Arabía,
Davíðsbær o.s.frv.
Föstudaginn 24. ágúst verður opnuð sýning á Héraðsskjalasafninu, Brekkugötu 17 og ber hún nafnið Fólkið í
kaupstaðnum.