Sorphaugarnir við Gránufélagsgötu
31.10.2019
Mannvist hófst á Oddeyri 1858 og skömmu síðar eða 1866 var Oddeyrin lögð til Akureyrarkaupstaðar. Gránufélagið eignaðist Oddeyrina 1871 og verslunarhús þess reis skömmu síðar. Upp frá því fór húsum að fjölga á Eyrinni og önnur starfsemi að dafna. Þó svo að einhver hús risu Eyrinni og götur eins og Strandgata, Lundargata, Norðurgata og Gránufélagsgata yrðu til þá var mestur hluti Eyrinnar óbyggður áfram.