Fréttir

Rósa Einarsdóttir (1882-1965) frá Stokkahlöðum

Sókn og vörn þau sífellt herða,sést það best á nýjum blöðum.Yfirvaldið er að verðaundir Rósu á Stokkahlöðum. Vísur verða til af ýmsu tilefni en þessi varð til árið 1936 og það var Davíð Jónsson hreppstjóri á Kroppi sem orti. Sögupersónurnar voru Sigurður Eggerz sýslumaður og Rósa Einarsdóttir á Stokkahlöðum. Rósa Einarsdóttir fæddist í Gnúpufelli í mars 1882 eða fyrir 135 árum síðan. Hún var dóttir Einars Sigfússonar og Guðríðar Brynjólfsdóttur en Einar var sonur hjónanna í Gnúpufelli. Einar og Guðríður bjuggu í Hrísum 1887-1891. Frá 1891 bjuggu þau á Stokkahlöðum en Einar lést 1926 og Guðríður bjó áfram til 1930 er börn þeirra, Rósa, Aldís og Bjarni tóku við búskapnum.

Hólmfríður M. Jónsdóttir (1907-1986) magister

Hólmfríður Margrét Jónsdóttir fæddist á Akureyri 5. maí 1907. Móðir hennar var ættuð úr Hörgárdalnum og var ekkja með tvö börn á Akureyri. Faðirinn var skipstjóri frá Ísafirði. Foreldrar Hólmfríðar gengu ekki í hjónaband og móðirin var ein með börnin sín þrjú um skeið á Akureyri en þau fluttu svo í Mývatnssveit þar sem Hólmfríður ólst upp. Hólmfríður fór í Alþýðuskólann á Laugum í Reykjadal 1925-27 og síðan í Kennaraskólann og lauk þaðan prófi 1929. Hún tók gagnfræðapróf á Akureyri 1930 og stúdentspróf í Reykjavík 1933 en eftir það lá leiðin til Noregs. Hólmfríður las norsku, þýsku og ensku við Oslóarháskóla og varð cand.mag í þremur tungumálum 1948. Á námsárum sínum í Noregi vann hún fyrir sér með kennslu og til þess að auðvelda sér leið að námsstofnunum tók Hólmfríður norskt kennarapróf.