Fréttir

Hvar var Saumastofa Akureyrar?

Það var í október 1929 sem hlutabréf féllu í verði í kauphöllinni í Wall Street í New York og um ári síðar tók afleiðinganna að gæta á Akureyri.  Atvinna dróst saman og viðskiptin gengu hægar.  Stærri og stærri hluti tekna bæjarsjóðs fór til fátækraframfærslu og árið 1935 fór liðlega fimmtungur teknanna í þennan málaflokk.  Neyðin fór vaxandi og ljóst var að bæjaryfirvöld yrðu að gera eitthvað í málinu.  Samið var við Hjálpræðisherinn um rekstur mötuneytis, sem tók til starfa í október 1935 í Laxamýri (Strandgötu 19b). Þangað gat fólk komið og satt hungur sitt, ef það gat sannað fátækt sína.  Líklega stóðu þessar matargjafir yfir í tvö ár.

Skálað í reisugildi fyrstu kirkjunnar á Akureyri fyrir 150 árum

Á útmánuðum 1862 var hafist handa við að byggja kirkju á Akureyri, en áður höfðu Akureyringar átt kirkjusókn að Hrafnagili. Kirkjusmiðurinn Jón Chr. Stephánsson segir að byrjað hafi verið að reisa kirkjuna þann 26. maí 1862 (þ.e. reisa sperrur) og var hún reist þar sem nú er Minjasafnskirkjan.

Gleymdur atburður - sýning endurtekin að hluta

Árlega halda skjalasöfn á Norðurlöndum kynningardag, annan laugardag í nóvember.  Unnið er út frá ákveðnu þema hverju sinni en árið 2008 var þemað Gleymdir atburðir.  Gleymdi atburðurinn hjá okkur hérna á skjalasafninu var 100 ára afmæli Akureyrarkaustaðar 1962 og var sett upp sýning með skjölum, munum  og myndum frá afmælinu og varðveitt eru hér.  Mánudaginn 21. maí munum við setja þessa sýningu að hluta til upp aftur og mun hún standa í tvær vikur eða til og með 1. júní.

Konur gerðu garðinn

Árið 1909 áttu fjórar frúr á Akureyri sameiginlegan draum: Að setja á laggirnar lystigarð fyrir almenning þar sem bæjarbúar ættu þess kost að dvelja sér til hressingar og ánægju... Þessar konur voru þær frú Anna Stephensen kaupmannsfrú, Alma Thorarensen lyfsalafrú, María Guðmundsson bæjarfógetafrú og Sigríður Sæmundsen prestsfrú, síðar vígslubiskupsfrú.

Um fyrstu brýr á Glerá

Fyrir 150 árum eða þann 1. maí 1862 birtist grein um Glerá í Norðanfara, blaði sem gefið var út mánaðarlega á Akureyri. Greinin fjallar um hversu mikill farartálmi Glerá er, því þá er hún óbrúuð með öllu. Sagt er frá því að oft hafi komið til tals að brúa ána ofan Bandagerðisfossins