30.06.2015
Siglufjörður
Anna Lára Hertervig kaupkona, kjörin árið 1966 og sat í bæjarstjórn til 1970.
Ólafsfjörður
Birna Friðgeirsdóttir húsmóðir, kjörin 1978 og var í 12 ár eða til 1990.
Fjallabyggð
Fyrstu konur í bæjarstjórn Fjallabyggðar voru Bjarkey Gunnarsdóttir Ólafsfirði og Jónína Magnúsdóttir Siglufirði en
þær áttu sæti í fyrstu bæjarstjórn hins nýstofnaða sveitarfélags árið 2006. Jónína hafði
áður verið í bæjarstjórn Siglufjarðar. Jónína var í bæjarstjórn til 2010 en Bjarkey til 2013 er hún tók
sæti á Alþingi.
22.06.2015
Það hefur ekki farið framhjá neinum að konur og vinnuhjú eiga 100 ára kosningaréttarafmæli nú um þessar mundir. En
það hefur ekki farið eins hátt að 19. júní 1915 fengu konur og vinnuhjú kosningarétt og kjörgengi til Alþingis og árið 1915
voru konur búnar að fá kosningarétt og kjörgengi til sveitarstjórna.
16.06.2015
Vilhelmína Lever höndlunarborgarinna á Akureyri var fyrsta konan sem kaus í opinberum kosningum á Íslandi þegar hún kaus við fyrstu
bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri í mars 1863. Til þess að mega kjósa þurftu kjósendur að vera heiðarlegir, vera fullmyndugir
menn þ.e. standa á eigin fótum, vera 25 ára eða eldri, uppfylla viss skilyrði varðandi búsetu og greiða 18 fiska eða meira til
bæjarsjóðs Akureyrar. Vilhelmína uppfyllti öll þessi skilyrði en það gerði Kristbjörg Þórðardóttir
húskona líka. Vilhelmína mætti á kjörstað en Kristbjörg ekki.