Jóhannes Örn Jónsson (1892-1960)
07.05.2018
Hingað barst merkileg afhending fyrir skemmstu en það eru handrit Jóhannesar Arnar Jónssonar bónda og rithöfundar á Steðja. Jóhannes Örn var fæddur að Árnesi í Tungusveit og ólst þar upp. Hann naut almennrar barnafræðslu í uppvextinum en af sjálfsdáðum aflaði hann sér margs konar fróðleiks.