22.11.2018
Laugardaginn 1. desember kl. 14:00 verður opnuð sýningin Bæjarbragur: Í upphafi fullveldis. Um er að ræða samsýningu þriggja safna: Amtsbókasafns, Hérðasskjalasafns og Minjasafns. Á sýningunni verða til sýnis ljósmyndir frá Akureyri í upphafi fullveldis ásamt upplýsingum sem unnar eru upp úr skjölum og bókum frá sama tímabili.
09.11.2018
Opinber skjalasöfn á Norðurlöndum hafa lengi kynnt starfsemi sína með ýmsu móti. Árið 2001 sameinuðust þau um árlegan kynningardag, annan laugardag í nóvember. Að þessu sinni eru yfirskrift skjaladagsins ,,1918 – Litbrigði lífsins“ enda margs að minnast frá því ári og atburðir frá því ári hafa mótað djúp spor í þjóðarsálina.
01.11.2018
Nýlega hóf Kristín María Hreinsdóttir störf hjá okkur. Kristín María er kennari að mennt og með MA próf í safnafræði. Undanfarið hefur hún unnið sjálfstætt við fræðastörf og uppsetningu sýninga. Við bjóðum hana velkomna til starfa.