Norrænn skjaladagur 8. nóv - Vesturfarar
07.11.2014
Norræni skjaladagurinn er haldinn árlega annan laugardag í nóvember, nú 8. nóv. og er að þessu sinni helgaður vesturförum. Í
Héraðsskjalasafninu á Akureyri er varðveitt mikið magn heimilda sem snerta Vestur-Íslendinga. Þar eru sendibréf, dagbækur, ljósmyndir og
endurminningar fjölmargra einstaklinga sem tóku sig upp og fluttu til fjarlægs lands. Einnig er þar að finna heimildir um ástæður flutninganna, uppboð
og úttektir, kirkjubækur, manntöl og fleiri opinberar heimildir sem snerta brottför fólksins.