Fréttir

Ferð um Ódáðahraun 3. - 12. ágúst 1940

Vegna jarðskjálftanna í og við Bárðarbungu grípum við niður í dagbók Ólafs Jónssonar úr ferð hans og Gunnbjörns Egilssonar um Ódáðahraun í ágúst 1940. 6. ágúst Við vöknuðum kl. 2 og er þá ennþá hálfrokkið.  Ferðbúnir erum við Kl 4. Veðrið er prýðilegt kyrt og bjart.  Þó er ofurlítill þokuslæðingur á Herðubreið, en Kverkfjöllin eru hrein, sömuleiðis Snæfellið. Við förum fyrst suður með vötnunum og síðan suður í hraunið, stefnum milli Lofts og Upptyppinga ... Smám saman verða hraunhólarnir strjálli en sandflesjurnar stækka og vikurinn eykst og þegar komið er suður á móts við Hlaupfell göngum við á óslitnum þykkum vikri.  Þá tökum við af okkur þungu gönguskóna en setjum upp létta skó ... og okkur skilar vel suður vikrana í áttina til Vaðöldunnar.