08.11.2019
Árið 1907 fékk Kristján Markússon (1872-1932) trésmiður leigða lóð undir hús sem hann hafði þegar byggt við Gránufélagsgötu. Húsið var í miðju síkjalandinu á Oddeyri og sagt var að það stæði ,,út í Eyjum“, umkringt votlendi og smátjörnum. Húsið fékk síðar húsnúmerið Gránufélagsgata 57a.
06.11.2019
Þann 12. janúar 1917 birtist grein í Íslendingi sem hefst á þessum orðum:
Það hefir oft verið um það rætt, að Akureyarbæ standi talsverð hætta af Gleránni, einsog um hana er búið nú, og oftar en einu sinni hefir það komið fyrir, að annaðhvort Glerárin sjálf eða tóvélalækurinn hafi bólgnað svo upp í hríðum, að þau hafi hlaupið úr farveg sínum og flætt suður að húsunum á Oddeyri og gert þar allskonar óskunda, svo sem runnið inn í kjallara o.s.frv.