Anna Kristinsdóttir (1897-1982) húsfreyja Fellsseli í Kinn
27.07.2017
Anna fæddist á Akureyri 1897 eða fyrir 120 árum síðan.
Foreldrar hennar voru Jónína Pálsdóttir (1878-1947) og Kristinn Jónsson (1876-1921)
en þau voru ógift og áttu ekki frekari samleið. Anna fór í fóstur sex mánaða
gömul að Æsustaðagerði í Saurbæjarhreppi, til hjónanna Ingibjargar Tómasdóttur (1846-1919)
og Sigfúsar Sigfússonar (1846-1919). Sigfús og Ingibjörg eignuðust ekki börn en
ólu upp fimm börn og var Anna Kristinsdóttir eitt þeirra. Anna var hjá fósturforeldrum
sínum á meðan þau lifðu og fór svo í vinnumennsku á bæjum í Eyjafirði. Eftir
það fór hún að Fellsseli í Kinn en þar bjó ekkjumaðurinn Kristján Ingjaldsson,
ásamt fimm ára dóttur sinni og tengdamóður.Anna og Kristján gengu í hjónaband í apríl 1930 og
bjuggu í Fjallsseli til 1966. Þau eignuðust ekki börn en auk dóttur Kristjáns ólu
þau upp dreng.