Fréttir

Guðmundur Benediktsson (1907-2001), frá Breiðabóli Svalbarðsströnd

Á þessu ári eru 110 ár liðin síðan Guðmundur Benediktsson fæddist.  Guðmundur er jafnan kenndur við Breiðaból á Svalbarðsströnd en þar ólst hann upp og bjó síðan með systkinum sínum til 1962.  Guðmundur fór í bændaskólann á Hvanneyri og útskrifaðist þaðan árið 1929. Sem ungur maður gekk Guðmundur í Ungmennafélagið Æskan og var í stjórn þess í 25 ár.  Hann var lengi fulltrúi Æskunnar á þingum UMSE og oft forseti þeirra þinga. Guðmundur var í stjórn UMSE í 7 ár og var oft fulltrúi á þingum UMFÍ.