13.11.2020
Þegar breski herinn kom til Akureyrar leysti hann óvart eitt stærsta vandamál kaupstaðarins, atvinnuleysið.
11.11.2020
Þeir komu til bæjarins með varðskipinu Ægi en Akureyringar höfðu vitað það í nokkra daga að þeir voru á leiðinni og bjuggust við hinu versta. Um bæinn gengu sögur, óvissan var mikil og vangaveltur ýmsar; hvernig yrðu þeir í háttum, mun koma þeirra leiða til loftárása og yrði konum óhætt? Svo komu þeir og dagurinn var 17. maí og árið 1940.
05.11.2020
Árin 1940 – 1942 var starfandi á Akureyri, líkt og víðar á landinu, loftvarnarnefnd.
Upphafið má rekja til þess að Sigurður Eggerz bæjarfógeti kallaði þá Steinn Steinsen bæjarstjóra og Gunnar Schram símstjóra sér til aðstoðar í nefndina. Nefndin kom saman til fyrsta fundar 11. júní 1940 og setti saman leiðbeiningar fyrir almenning og ræddi um staði sem nota mætti til skjóls ef til loftárása kæmi.