Kosningaréttur kvenna 99 ára - Kvennasöguganga um Oddeyrina
19.06.2014
Þann 19. júní 1915 fengu íslenskar konur 40 ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til alþingis. Árið 1882
höfðu konur fengið takmarkaðan kosningarétt til sveitarstjórnakosninga sem síðan var víkkaður út til jafns við karla árið
1908.
Á Akureyri gerðist það þó að kona kaus til bæjarstjórnar árið 1863.