29.06.2012
"Öllum skektum er hrundið á flot og um allan Poll getur að líta trékúta í röðum sem varna því að netin sökkvi. Upp
við landið eru landnætur og háfað upp úr þeim dag og nótt
22.06.2012
Þann 8. nóv. 1951 var í bæjarráði Akureyrar kosin nefnd til að athuga á hvern hátt megi spara í rekstri bæjarins. Þessi
athugun var gerð að tilhlutan Félagsmálaráðuneytis á öllu landinu skv. bréfi Steingríms Steinþórssonar dags. 2. nóv.
1951. Sparnaðarnefndin lét m.a. gera teikningar af breytingum á bæjarskrifstofunum og einnig lagði hún til að athugað væri hvort lögreglan
gæti tekið að sér að annast manntal fyrir bæinn og halda spjaldskrá um það.
15.06.2012
Hrísey á Eyjafirði er 11,5 km2 að flatarmáli, um 7 km á lengd og 2,5 km á breidd þar sem hún er breiðust og er hún
önnur stærsta eyja á Íslandi. Þar hefur verið búið allt frá landnámi.
Í Héraðsskjalasafninu á Akureyri eru til margvísleg skjöl frá Hrísey,
08.06.2012
Haustið 1882 var í fyrsta skipti hafin barnakennsla á vegum bæjarins á Oddeyri. Barnaskóli Akureyrar hafði þá verið starfræktur
frá haustinu 1871, en vegna óánægjuradda Oddeyrarbúa var nú svolitlum fjármunum varið til barnakennslu á Oddeyri.
Skólinn var þó stopull fyrstu árin, kennaraskipti voru tíð, stöðugt húsnæðishrak og húsnæðið oft ískalt og
óboðlegt,
07.06.2012
Laugardaginn 9. júní er Alþjóðlegi skjaladagurinn sem skjalasöfn um allan heim taka þátt í með einum eða öðrum hætti.
Á þessum degi er vakin athygli á mikilvægi starfs skjalasafna og mikilvægi þess að skjöl varðveitist með tryggilegum hætti.
01.06.2012
Það var í október 1929 sem hlutabréf féllu í verði í kauphöllinni í Wall Street í New York og um ári síðar
tók afleiðinganna að gæta á Akureyri. Atvinna dróst saman og viðskiptin gengu hægar. Stærri og stærri hluti tekna
bæjarsjóðs fór til fátækraframfærslu og árið 1935 fór liðlega fimmtungur teknanna í þennan málaflokk.
Neyðin fór vaxandi og ljóst var að bæjaryfirvöld yrðu að gera eitthvað í málinu. Samið var við
Hjálpræðisherinn um rekstur mötuneytis, sem tók til starfa í október 1935 í Laxamýri (Strandgötu 19b). Þangað gat fólk
komið og satt hungur sitt, ef það gat sannað fátækt sína. Líklega stóðu þessar matargjafir yfir í tvö ár.