Verkamannafélag Akureyrar var fyrsta eyfirska félagið í ASÍ
14.03.2016
Laugardaginn 12. mars var þess minnst með ýmsum hætti að 100
ár eru liðin frá stofnun Alþýðusambands Íslands.
Samkvæmt fyrstu lögum félagsins var tilgangur sambandsins að
koma á samstarfi meðal íslenskra alþýðumanna á grundvelli jafnaðarstefnunnar,
efla og bæta líkamlegan og andlegan hag alþýðu og kjósa menn úr sambandinu til opinberra starfa
fyrir bæjar- og sveitarfélög.
Stofnfélög ASÍ voru sjö, öll úr Reykjavík og Hafnarfirði.
Fyrsta eyfirska félagið til þess að óska eftir inngöngu í
ASÍ var Verkamannafélag Akureyrar og var það í árslok 1917.