27.07.2012
Þegar Akureyri fékk kaupstaðarréttindin bjó Salbjörg Pálsdóttir í næst innsta húsinu í Fjörunni, ásamt
Jóhanni syni sínum. Húsið var við hana kennt (Salbjargarbær) og var stærra en húsin í kring en íbúarnir voru 12
árið 1862.
Salbjörg fæddist 3. nóvember 1802. Foreldrar hennar, Páll Guðmundsson og Ingibjörg Hallgrímsdóttir, bjuggu þá á
Þórustöðum í Öngulsstaðahreppi. Salbjörg var í vinnumennsku á Þverá Öngulsstaðahreppi árið 1835, hjá
Guðrúnu systur sinni og manni hennar en 1840 var hún komin til Akureyrar, vinnukona hjá Þórunni Nikulásdóttur ekkju.
20.07.2012
Einn af þeim kaupmönnum sem var á Akureyri 1862 var Páll Th. Johnsen eða Páll Þorbergur Jakobsson eins og hann hét á íslensku.
Páll fæddist 25. júlí 1833 í Grenjaðarstaðarsókn. Hann var sonur Jakobs Johnsen verslunarstjóra á Húsavík og konu
hans Hildar Jónsdóttur. Hann var með foreldrum sínum á Grenjaðarstað á manntali 1835 en síðan bjó hann á
Húsavík eða allt til 1856. Árið eftir var hann kominn til Akureyrar og varð faktor við Gudmannsverslun. Í september það ár
giftist hann Nönnu Soffíu Júlíu, dóttur Eggerts Johnsen héraðslæknis og Önnu Maríu konu hans og 11. apríl 1859 eignuðust
þau soninn Eggert.
13.07.2012
Oddur Thorarensen lyfsali, sá elsti með því nafni, var einn af íbúum Akureyrar árið 1862. Hann var þá titlaður fyrrverandi lyfsali.
Oddur var fæddur á Möðruvöllum, Arn. árið 1797 og andaðist á Akureyri 1880, 83 ára gamall.
Í bréfi frá Stefáni Thorarensen sýslumanni til Ólafs Jónssonar, hreppstjóra Hrafnagilshrepps 28. júlí 1860 er tilkynnt um
höfðinglega gjöf frá Oddi Thorarensen fyrrum apothekara og vitnað í bréf Odds á þessa leið:
06.07.2012
Húsmæðraskóli Akureyrar var settur í fyrsta sinn 13. október 1945. Aðdragandann að stofnun skólans má rekja allt til ársins
1915 þegar félagskonur í Kvenfélginu Framtíðin hófu umræðuna en það var þó ekki fyrr en um og eftir 1940 sem verulegur
skriður komst á málið. Samþykkt bæjarstjórnar frá 1934 sýnir að bæjaryfirvöld vildu gjarnan að hér yrði
húsmæðraskóli en það var ekki fyrr en eftir að Alþingi samþykkti lög um húsmæðrafræðslu í kaupstöðum
árið 1941 sem boltinn fór af stað. Húsmæðrafélag Akureyrar, stofnað árið 1942, vann líka ötullega að málinu
s.s. með fjársöfnunum.