Fréttir

Kvennafrídagurinn 24. okt.

Í dag er 41 ár frá því að konur fylktu liði og komu saman víða um land til að vekja athygli á ójafnri stöðu og launamun kynjanna.Samkvæmt nýjustu rannsóknum eru konur á Íslandi að meðaltali með 28,7% lægri tekjur en karlar og hafa samkvæmt því lokið vinnudegi sínum eftir 5 klukkustundir og 38 mínútur. Konur um land allt ætla því að ganga út af vinnustöðum kl. 14.38 í dag en þá er miðað við vinnutímann 9-17.