Tónlistarskólinn á Akureyri 70 ára
25.02.2016
Laugardagurinn 20. febrúar s.l. var dagur
tónlistarskólanna. Tónlistarskólinn á
Akureyri hélt upp á daginn með stórtónleikum þar sem fram komu hljómsveitin
200.000 naglbítar og um 400 nemendur skólans. Flutt voru lög naglbítanna ásamt
vel þekktum lögum, meðal annars í flutningi Helenu Eyjólfs en hún var
leynigestur tónleikanna.