Árið 1915 tók Alex Quirist í Gautaborg lóð á leigu í Hrísey og byggði all stóra síldarsöltunarstöð. Stöðin samanstóð af tveimur húsum og bryggjum. Húsin settu mikinn svip á þorpið, sem myndast hafði upp af svonefndu Sandshorni.
Hafís braut bryggjur stöðvarinnar 1918 en þær voru endurbyggðar. Ekki er vitað hve lengi Svíarnir söltuðu þarna en um miðjan þriðja áratuginn var stöðin komin í eigu Ottós Tuliniusar, Carls sonar hans og Stefáns Stefánssonar. Víst er að þeir söltuðu á henni árið 1926 og héldu rekstrinum áfram til 1939 er þeir komust í þrot. Hríseyjarhreppur hafi þá hug á að kaupa stöðina en ekki varð af því og var stöðin rifin.
Húsin voru endurreist á Keflavíkurflugvelli og voru með fyrstu byggingum sem þar risu.