Félag héraðsskjalavarða krefst endurskoðunar á framlagi ríkisins til héraðsskjalasafna
30.09.2014
Á tveggja daga ráðstefnu Félags héraðsskjalavarða á Íslandi sem haldin var í Vestmannaeyjum 24. - 26. sept. 2014 var aðallega
fjallað um ný lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 og hvað þau hafa í för með sér varðandi rekstur og starfsemi
héraðsskjalasafnanna. Ljóst er að lögin hafa í för með sér auknar skyldur og verkefni m.a. hvað varðar eftirlit, ráðgjöf og
önnur samskipti við skilaskylda aðila en verulega skortir á að söfnin fái nauðsynlegt fjármagn til að mæta þessum kröfum.