Á tveggja daga ráðstefnu Félags héraðsskjalavarða á Íslandi sem haldin var í Vestmannaeyjum 24. - 26. sept. 2014 var aðallega
fjallað um ný lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 og hvað þau hafa í för með sér varðandi rekstur og starfsemi
héraðsskjalasafnanna. Ljóst er að lögin hafa í för með sér auknar skyldur og verkefni m.a. hvað varðar eftirlit, ráðgjöf og
önnur samskipti við skilaskylda aðila en verulega skortir á að söfnin fái nauðsynlegt fjármagn til að mæta þessum kröfum.
Í lok ráðstefnunnar var gerð ályktun um málið og krafa send fjárlaganefnd alþingis og menntamálaráðherra þess efnis að
framlag til héraðsskjalasafna verði endurskoðað með tilliti til aukinna verkefna þeirra. Ályktunina má sjá hér að neðan og
einnig hér.