Fréttir

Afhending 2016/86

Fyrir skömmu komu hingað systur og afhentu skjöl ömmu sinnar, Önnu Maríu Ísleifsdóttur. Anna María er ágætt dæmi um einstakling sem þarf að hafa svolítið fyrir að finna í manntalsgögnum því þar er hún ýmist skrifuð Anna eða María og stundum undir báðum nöfnum. Anna María fæddist 1883 og þegar hún var á fjórða ári lést faðir hennar, þá bóndi á Hrappstöðum í Kræklingahlíð. Móðir hennar, Rósa Ólafsdóttir, bjó eitthvað áfram á Hrappstöðum en síðar hjá dóttur sinni á Hesjuvöllum. Nokkur af systkinum Önnu Maríu fluttist til Kanada og mamma hennar flutti þangað líka.