Fréttir

Norræni skjaladagurinn 12. nóvember

Norræni skjaladagurinn er árviss viðburður þar sem skjalasöfnin á Norðurlöndum veita aðgang að heimildum sem þau hafa í sínum fórum. Tekið er fyrir eitt viðfangsefni á ári og að þessu sinni ber það yfirskriftina „Til hnífs og skeiðar“.

Meðal fólksins er vettvangur minn - Sýning helguð Kristjáni frá Djúpalæk

Í nóvember mun Héraðsskjalasafnið minnast þess að 100 ár eru frá því að Kristján Einarssonar frá Djúpalæk fæddist.  Í anddyri Amtsbókasafns og Héraðsskjalasafns er sett upp sýningin „Meðal fólksins er vettvangur minn“ sem er tilvitnun í ljóð Kristjáns „Þetta land“.