Í nóvember mun Héraðsskjalasafnið minnast þess að 100 ár eru frá því að Kristján Einarssonar frá Djúpalæk fæddist.
Í anddyri Amtsbókasafns og Héraðsskjalasafns er sett upp sýningin „Meðal fólksins er vettvangur minn“ sem er tilvitnun í ljóð Kristjáns „Þetta land“.
Sýnd verða skjöl, handrit og bréf sem safnið hefur að geyma og að auki leggur Amtsbókasafn til bækur, tónlist o.fl.Dregnar verða upp margvíslegar myndir af skáldinu sem ,,ólst upp við fátækt á afskekkri strönd“; sá broslegu hliðina á lífinu og sagði „Lífið er kvikmynd, leikin af stjörnum“; kynnti okkur fyrir honum Þórði sem elskaði þilför; sagði okkur frá henni Pílu pínu og talaði við hrafninn og spurði „Hvort ertu svartur fugl eða fljúgandi myrkur?“
Sýningin er opin mán-fös kl. 10-19 og lau kl. 11-16 og stendur frá 4.-30. nóvember.