Fréttir

Norrænn skjaladagur 2021 - Grísaból á Akureyri

Mjólkursamlag KEA tók til starfa árið 1928 og fljótlega vaknaði áhugi forsvarsmanna samlagsins á að nýta betur mysu, undanrennu og annað sem til féll við mjólkurvinnsluna. Með það í huga hófst undirbúningur að stofnun svínabús, sem helst átti að vera í nágrenni við Mjólkursamlagið. Eftir nokkrar tilraunir fékkst loksins leyfi til þess að reisa svínabú á erfðafestulandi sem KEA átti ofarlega á brekkunni, rétt norðan og ofan við gatnamót Þingvallastrætis og Mýrarvegar. Þetta var árið 1932 og sama ár var reit þarna allstórt svínabú, sem fékk heitið Grísaból.