Síldveiðar á Pollinum, mynd úr einkaskjalasafni Lárusar Rist
"Öllum skektum er hrundið á flot og um allan Poll getur að líta trékúta í röðum sem varna því að netin sökkvi. Upp
við landið eru landnætur og háfað upp úr þeim dag og nótt
en lagnetabátarnir koma í löngum röðum að landi, sökkhlaðnir af síld."
Jón Hjaltason: Saga Akureyrar 3.b. 1906-1918, bls.239.
"Ein var sú veiðiaðferð við síld sem kalla má eins konar "litla bróður" landnóta- og lagnetjaveiðanna, en það var
stauranóta- eða netkvíaveiðin. Árið 1902 komu danskir menn til Akureyrar með þessar veiðigildrur og settu niður á austanverðum
Akureyrarpolli og nær samtímis flutti Christian Havsteen, kaupmaður og útgerðarmaður á Akureyri, eina slíka veiðigildru til bæjarins. Setti
hann sína netajakví niður í Akureyrarpoll fram af húsinu Hvammi, sem nú heitir".
Bragi Sigurjónsson: Síldveiðar í Eyjafirði 1900-1936, hdr. G-230/2.
Stærri mynd
hér.