Skjaladagur 2018

Björn Pálsson (1882-1967), bóndi í Pálsgerði Grýtubakkahreppi 1909-33, síðar verslunarmaður í Hrísey…
Björn Pálsson (1882-1967), bóndi í Pálsgerði Grýtubakkahreppi 1909-33, síðar verslunarmaður í Hrísey og bóksali og verkamaður á Akureyri. Björn hélt dagbók í um 60 ár. Björn kemur við sögu á skjaladagsvefnum og á sýningunni Bæjarbragur: í upphafi fullveldis.

Opinber skjalasöfn á Norðurlöndum hafa lengi kynnt starfsemi sína með ýmsu móti. Árið 2001 sameinuðust þau um árlegan kynningardag, annan laugardag í nóvember. Að þessu sinni eru yfirskrift skjaladagsins ,,1918 – Litbrigði lífsins“ enda margs að minnast frá því ári og atburðir frá því ári hafa mótað djúp spor í þjóðarsálina.

Héraðsskjalasafnið á Akureyri verður ekki með sérstaka dagskrá á skjaladaginn að þessu sinni en leggur til efni á sameiginlegan kynningar og skjaladagsvef safnanna, skjaladagur.is. Á safninu er nú unnið að undibúningi sýningar sem tengist mjög þema skjaladagsins 2018 en væntanleg sýning verður opnuð á fullveldisdaginn 1. desember næstkomandi. Yfirskrift sýningarinnar er Bæjarbragur: í upphafi fullveldis og er samstarfsverkefni Amtsbókasafnsins, Héraðsskjalasafnsins og Minjasafnsins á Akureyri. Sýningin verður á 1. hæðinni í Brekkugötu 17 og verður opin á opnunartíma hússins. Sýningin mun standa út janúar 2019.