11.05.2012
Árið 1909 áttu fjórar frúr á Akureyri sameiginlegan draum: Að setja á laggirnar lystigarð fyrir almenning
þar sem bæjarbúar ættu þess kost að dvelja sér til hressingar og ánægju... Þessar konur voru þær frú Anna Stephensen
kaupmannsfrú, Alma Thorarensen lyfsalafrú, María Guðmundsson bæjarfógetafrú og Sigríður Sæmundsen prestsfrú, síðar
vígslubiskupsfrú.
04.05.2012
Fyrir 150 árum eða þann 1. maí 1862 birtist grein um Glerá í Norðanfara, blaði sem gefið var út mánaðarlega á
Akureyri.
Greinin fjallar um hversu mikill farartálmi Glerá er, því þá er hún óbrúuð með öllu. Sagt er frá því
að oft hafi komið til tals að brúa ána ofan Bandagerðisfossins
27.04.2012
Meðal dagskrárliða 100 ára hátíðarhaldanna var vígsla Elliheimilis Akureyrar. Athöfnin var fyrsta atriðið á
afmælisdaginn og hófst á vígsluræðu Magnús E. Guðjónssonar bæjarstjóra. Að henni lokinni kvaddi Ingibjörg
Haraldsdóttir formaður kvenfélagins Framtíðin sér hljóðs og sagði:
Herra forseti Íslands, háttvirta samkoma
Í dag er hátíð í hugum Akureyringa, bæði nærverandi og fjærstaddra, eldri og yngri, er við minnumst þess
að 100 ár eru liðin síðan bærinn okkar fagri fékk kaupstaðarréttindi.
20.04.2012
Nýlega var lokið við að skrá einkaskjalasafn Lárusar Jóhannssonar Rist. Hann fæddist árið 1879 að Seljadal í Kjós
en fluttist norður í Eyjafjörð og ólst þar upp. Eftir fimleika- og sundkennaranám í Danmörku settist Lárus að á Akureyri og
fór að kenna við Gagnfræðaskólann. Hann kom með nýja strauma í íþróttalíf Akureyringa og ekki hvað síst
sundíþróttina.
13.04.2012
Árið 1954 var Jónas S. Jakobsson ráðinn sem sérstakur bæjarlistamaður, með það hlutverk að skreyta bæinn. Um haustið
skilaði Jónas nokkrum tillögum. Á Ráðhústorg vildi hann setja gosbrunn eða styttu af Helga magra. Upp af Torfunefsbryggju átti að
gera hringmyndaðan hólma og setja á hann táknrænt listaverk fyrir skip og flughöfn.
30.03.2012
Í tímans rás hafa átta einstaklingar verið kjörnir heiðursborgarar á Akureyri. Sá fyrsti var kjörinn 11. nóvember 1920 en
það var sr. Matthías Jochumsson, sem varð 85 ára þann dag.
Matthías var þjóðþekktur maður og eftir hann liggur mikið af sálmum, ljóðum og rituðu efni en sennilega er hann þekktastur fyrir
Lofsönginn og leikritið Útilegumennina (Skugga-Sveinn). Matthías fluttist til Akureyrar 1887 og þjónaði Akureyringum til fardaga 1900. Hann
lést 18. nóvember 1920.
16.03.2012
Meðal efnis sem barst á safnið árið 2011 var erfiljóð ort af Matthíasi Jochumssyni. Upphafið er svona:
Sigurbjörg Gunnarsdóttir
fædd 1820, dáin 1901
(undir nafni dóttur hennar)
Seinn er sólargangur
seinni nóttin þó,
síðan, móðir milda,
myrkvann yfir dró.
Ein og hrelld ég hými,
heimsins fjarri glaum,
ein með hryggð og angur,
ein með lífs míns draum.
09.03.2012
Hér er gripið niður í dagbók Sveins Þórarinssonar amtsskrifara fyrir réttum 150 árum.
"1. sd. í föstu 9. marts 1862
Sama veður [sólskin og sunnan frostgola]. Ég fór ofaná Akureyri og dvaldi þar um daginn og gisti um nóttina hjá Indriða gullsmið, drakk
nokkuð. Comediur fórust fyrir vegna dauðsfalls hjá Havsteen."
02.03.2012
Að beiðni undirbúningsnefndar vegna 100 ára afmælis kaupstaðarins teiknaði Kristinn G. Jóhannsson myndir af gömlum húsum í bænum.
24.02.2012
Á Akureyri voru 294 íbúar árið 1862. Í manntali það ár má sjá að þessir íbúar gegndu hinum
margvíslegustu störfum, en stór hluti hafði ekki starfsheiti t.d. börn og gamalmenni og giftar konur voru taldar upp á eftir eiginmönnum sínum og
titlaðar "kona hans". Hér á eftir má sjá helstu