Fréttir

Nýr héraðsskjalavörður tekur við

Í dag urðu þau tímamót á Héraðsskjalasafninu á Akureyri að Aðalbjörg Sigmarsdóttir lét af störfum eftir 34 ára starf sem forstöðumaður safnsins en hún tók þar við lyklavöldum 1. októrber 1984. Aðalbjörg mun á næstu mánuðum sinna öðrum verkefnum fyrir safnið.

Senn kemur að Akureyrarvöku

Afmælishátíð bæjarins, Akureyrarvaka, verður haldin helgina 24.-25. ágúst nk. Af því tilefni drögum við hér fram 15 ára gamla dagskrá Akureyrarvökunnar, eða frá árinu 2003.

Jóhannes Örn Jónsson (1892-1960)

Hingað barst merkileg afhending fyrir skemmstu en það eru handrit Jóhannesar Arnar Jónssonar bónda og rithöfundar á Steðja. Jóhannes Örn var fæddur að Árnesi í Tungusveit og ólst þar upp. Hann naut almennrar barnafræðslu í uppvextinum en af sjálfsdáðum aflaði hann sér margs konar fróðleiks.

Úr afhendingu 2018/20

Nýlega fengum við afhendingu frá Ungmennasambandi Eyjafjarðar (UMSE).  Í afhendingunni eru ýmis gagnleg og skemmtileg skjöl.  Þar á meðal eru auglýsingar um mannfagnaði og viðburði sem dreift var með ýmsum hætti.  Hér er eitt sýnishorn og ef smellt er á myndina má sjá fleiri.

Veðurlýsingar úr Grýtubakkahreppi í janúar 1918

Glefsur úr dagbók Baldvins Bessa Gunnarssonar (1854-1923) bónda, útgerðarmanns og kaupmanns í Höfða. Textinn er lítillega lagaður og færður til nútíma stafsetningar.

Eyfirsk skjöl birtast á nýjum vef

Snemma árs 2016 hlaut Héraðsskjalasafnið á Akureyri styrk frá Þjóðskjalasafni Íslands til að ljósmynda elstu gjörðabækur sveitarfélaga á starfssvæði sínu.  Að þeirri vinnu lokinni hlaut safnið aftur samskonar styrk á vordögum 2017 til að vinna myndirnar og skrá þær fyrir birtingu á vef. Þar að auki hlaut safnið ásamt Héraðsskjalasafni Þingeyinga og Héraðsskjalasafni Árnesinga styrk til að miðlunar og þróunar á vefviðmóti fyrir skjalavefinn. Tenging inn á skjalavef Héraðsskjalasafnsins á Akureyri er hér efst til hægri á síðunni

Sýningin Hús og heimili opnuð á Norræna skjaladaginn 11. nóvember

Opinber skjalasöfn á Norðurlöndum sameinuðust árið 2001 um að halda árlegan kynningardag, annan laugardag í nóvember. Þriðja hvert ár er sameiginlegt þema en þess á milli hefur hvert land sitt þema. Eitt markmiða norræna skjaladagsins er að efla vitund fólks um að skjalasöfnin séu tryggir vörslustaðir skjala af hvaða tagi sem er. Fundargerðabækur, bréf, myndir og fleiri skjöl af ýmsu tagi eiga erindi á skjalasöfn. Því er fólk hvatt til að hafa samband við næsta héraðsskjalasafn, eða Þjóðskjalasafn, ef það hefur undir höndum skjöl sem það veit ekki hvað gera á við, eða vill koma í örugga vörslu.

Magnús Sigurðsson (1847-1925) bóndi og kaupmaður á Grund

Magnús Sigurðsson fæddist að Torfufelli í Eyjafirði í júlí 1847 eða fyrir rúmum 170 árum síðan. Hann  ólst upp í skjóli afa síns og ömmu í Öxnafelli. Þegar Magnús var 18 ára hóf hann smíðanám að Möðruvöllum í Eyjafirði en samhliða smíðanáminu smíðaði hann ýmsa nytjahluti og seldi nágrönnum.  Áður en Magnús lauk smíðanáminu var hann farinn að huga að sjómennsku og útgerð.  Hann réði sig í skipsrúm og lærði sjómannafræði og 1871 keypti hann helming í skútunni Akureyri og við tók sjómennska á eigin skipi. Magnús varð fljólega afhuga sjómennskunni en hugur hans stefndi að búskap. Magnús hóf búskap á stórbýlinu Grund vorið 1874, fyrst í stað á hálfri jörðinni en frá 1887 á henni allri.

Guðmundur Benediktsson (1907-2001), frá Breiðabóli Svalbarðsströnd

Á þessu ári eru 110 ár liðin síðan Guðmundur Benediktsson fæddist.  Guðmundur er jafnan kenndur við Breiðaból á Svalbarðsströnd en þar ólst hann upp og bjó síðan með systkinum sínum til 1962.  Guðmundur fór í bændaskólann á Hvanneyri og útskrifaðist þaðan árið 1929. Sem ungur maður gekk Guðmundur í Ungmennafélagið Æskan og var í stjórn þess í 25 ár.  Hann var lengi fulltrúi Æskunnar á þingum UMSE og oft forseti þeirra þinga. Guðmundur var í stjórn UMSE í 7 ár og var oft fulltrúi á þingum UMFÍ.

Anna Kristinsdóttir (1897-1982) húsfreyja Fellsseli í Kinn

Anna fæddist á Akureyri 1897 eða fyrir 120 árum síðan. Foreldrar hennar voru Jónína Pálsdóttir (1878-1947) og Kristinn Jónsson (1876-1921) en þau voru ógift og áttu ekki frekari samleið. Anna fór í fóstur sex mánaða gömul að Æsustaðagerði í Saurbæjarhreppi, til hjónanna Ingibjargar Tómasdóttur (1846-1919) og Sigfúsar Sigfússonar (1846-1919). Sigfús og Ingibjörg eignuðust ekki börn en ólu upp fimm börn og var Anna Kristinsdóttir eitt þeirra. Anna var hjá fósturforeldrum sínum á meðan þau lifðu og fór svo í vinnumennsku á bæjum í Eyjafirði. Eftir það fór hún að Fellsseli í Kinn en þar bjó ekkjumaðurinn Kristján Ingjaldsson, ásamt fimm ára dóttur sinni og tengdamóður.Anna og Kristján gengu í hjónaband í apríl 1930 og bjuggu í Fjallsseli til 1966. Þau eignuðust ekki börn en auk dóttur Kristjáns ólu þau upp dreng.