Fréttir

Sorphaugarnir við Gránufélagsgötu

Mannvist hófst á Oddeyri 1858 og skömmu síðar eða 1866 var Oddeyrin lögð til Akureyrarkaupstaðar. Gránufélagið eignaðist Oddeyrina 1871 og verslunarhús þess reis skömmu síðar. Upp frá því fór húsum að fjölga á Eyrinni og önnur starfsemi að dafna. Þó svo að einhver hús risu Eyrinni og götur eins og Strandgata, Lundargata, Norðurgata og Gránufélagsgata yrðu til þá var mestur hluti Eyrinnar óbyggður áfram.

Myndir frá afmælisfagnaði

50 ára afmæli 1. júlí

1. júlí 1969 veitti þjóðskjalavörður, Bjarni Vilhjálmsson, Héraðsskjalasafni Akureyrarkaupstaðar og Eyjafjarðarsýslu viðurkenningu sína, sem löglega stofnuðu héraðsskjalasafni samkvæmt ákvæðum laga frá 12. febrúar 1947 um héraðsskjalasöfn og reglugerðar um héraðsskjalasöfn frá 5. maí 1951.

Það er upphaf Kaupfélags Eyfirðinga...

Það var blíðuveður í Eyjafirði dagana fyrir sólstöður á því Herrans ári 1886. Vorið hafði verið kalt og gróður seint á ferðinni, en það hlýnaði upp úr miðjum júnímánuði og tóku þá tún að spretta svo um munaði. Miðvikudaginn 19. júní mældist hitinn á Akureyri 16,3° kl. 8 um morguninn og kl. 2 um daginn var hann kominn í 17,5°. Þennan dag hafði verið boðað til fundar um verslunarmál á Grund og upp úr hádeginu fóru menn að ríða í hlað, sumir komnir neðan af bæjum, aðrir lengst framan úr firði og enn aðrir komnir handan yfir Eyjafjarðará þótt vöxtur væri í henni eftir hita undanfarinna dægra.

Með hnetum og rúsínum

Á útmánuðum 2019 verður uppi sýning hjá Héraðsskjalasafninu á Akureyri sýning sem fjallar um mat í skjölum. Hér er aðallega um að ræða skjöl eins og uppskriftabækur, uppskriftir á lausum blöðum, dagbókum yfir mat og matartilbúning, ljósmyndir af mjólkurflutningum og einnig prentaðar umbúðir fyrir matvæli. Flest þessara skjala eiga uppruna sinn á svæði Héraðsskjalasafnsins á Akureyri. Þau koma frá einstaklingum og fyrirtækjum og eru frá tímabilinu 1891-2000. Í þessum skjölum koma fram uppskriftir af margskonar góðgæti og má þar nefna uppskriftir að fuglahreiðri, vanilluís, rommsúpu, skinku með kálmeti, brúnuðu rúgbrauði, steiktum heilum fiski, þýskri ávaxtaköku, brúnköku, kjötsúpu og bitakjöti og hvernig eigi að slátra og hluta niður heilan grís.

Frá sýningunni Bæjarbragur: í upphafi fullveldis

Sýningin Bæjarbragur: í upphafi fullveldis var opnuð laugardaginn 1. desember. Margir gestir mættu til okkar þrátt fyrir nokkra ófærð í bænum og snjókomu. Meðal góðra gesta voru félagsmenn í Handraðanum en það er áhugafólk um íslenska þjóðbúninginn. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri opnaði sýninguna en í opnunarræðunni bauð hún upp á ferðalag 100 ár aftur í tímann. Myndir frá opnunardeginum má sjá hér.

Bæjarbragur í upphafi fullveldis

Laugardaginn 1. desember kl. 14:00 verður opnuð sýningin Bæjarbragur: Í upphafi fullveldis. Um er að ræða samsýningu þriggja safna: Amtsbókasafns, Hérðasskjalasafns og Minjasafns. Á sýningunni verða til sýnis ljósmyndir frá Akureyri í upphafi fullveldis ásamt upplýsingum sem unnar eru upp úr skjölum og bókum frá sama tímabili.

Skjaladagur 2018

Opinber skjalasöfn á Norðurlöndum hafa lengi kynnt starfsemi sína með ýmsu móti. Árið 2001 sameinuðust þau um árlegan kynningardag, annan laugardag í nóvember. Að þessu sinni eru yfirskrift skjaladagsins ,,1918 – Litbrigði lífsins“ enda margs að minnast frá því ári og atburðir frá því ári hafa mótað djúp spor í þjóðarsálina.

Nýr starfsmaður

Nýlega hóf Kristín María Hreinsdóttir störf hjá okkur. Kristín María er kennari að mennt og með MA próf í safnafræði. Undanfarið hefur hún unnið sjálfstætt við fræðastörf og uppsetningu sýninga. Við bjóðum hana velkomna til starfa.

Af Kötlugosi 1918

Kötlugos hófst 12. október 1918. Í gosbyrjun voru miklar jarðhræringar og fundust jarðskjáftar víða um Suðurland, eldingar sáust langt að og drunur heyrðust greinilega. Fljótlega tók að gæta öskufalls og var vindstaðan þannig í fyrstu að askan dreifðist mest vestur á bóginn. Daginn eftir að gosið hófst var svo mikið öskufall í Rangárvallasýslu að þar var ljós látið loga allan daginn.