13.01.2021
Góðu gestir,
eftir sem áður viljum við bjóða ykkur velkomin á Héraðsskjalasafnið.
17.12.2020
Frá og með mánudeginum 14. desember höfum við boðið gesti aftur velkomna á Héraðsskjalasafnið á Akureyri.
13.11.2020
Þegar breski herinn kom til Akureyrar leysti hann óvart eitt stærsta vandamál kaupstaðarins, atvinnuleysið.
11.11.2020
Þeir komu til bæjarins með varðskipinu Ægi en Akureyringar höfðu vitað það í nokkra daga að þeir voru á leiðinni og bjuggust við hinu versta. Um bæinn gengu sögur, óvissan var mikil og vangaveltur ýmsar; hvernig yrðu þeir í háttum, mun koma þeirra leiða til loftárása og yrði konum óhætt? Svo komu þeir og dagurinn var 17. maí og árið 1940.
05.11.2020
Árin 1940 – 1942 var starfandi á Akureyri, líkt og víðar á landinu, loftvarnarnefnd.
Upphafið má rekja til þess að Sigurður Eggerz bæjarfógeti kallaði þá Steinn Steinsen bæjarstjóra og Gunnar Schram símstjóra sér til aðstoðar í nefndina. Nefndin kom saman til fyrsta fundar 11. júní 1940 og setti saman leiðbeiningar fyrir almenning og ræddi um staði sem nota mætti til skjóls ef til loftárása kæmi.
30.10.2020
Safnið verður lokað frá og með 2. nóvember vegna sóttvarnaráðstafana. Safnið verður opnað að nýju strax og mögulegt er. Við minnum ykkur á að hægt er að hafa samband við okkur með því að senda fyrirspurn hér á síðunni, senda okkur tölvupóst og eins er hægt að hringja. Förum að öllu með gát - saman tekst okkur þetta.
19.12.2019
Frá og með næstu áramótum breytist opnunartími safnsins þannig að lokað verður á miðvikudögum. Safnið verður þá opið mánudaga, þriðjudag, fimmtudaga og föstudaga 10.00 til 16.00. Þessi breyting er gerð í því skyni að betra svigrúm gefist til þess að heimsækja stofnanir og fyrirtæki og aðstoða við skjalastjórnun og rétt vinnubrögð á því sviði.
08.11.2019
Árið 1907 fékk Kristján Markússon (1872-1932) trésmiður leigða lóð undir hús sem hann hafði þegar byggt við Gránufélagsgötu. Húsið var í miðju síkjalandinu á Oddeyri og sagt var að það stæði ,,út í Eyjum“, umkringt votlendi og smátjörnum. Húsið fékk síðar húsnúmerið Gránufélagsgata 57a.
06.11.2019
Þann 12. janúar 1917 birtist grein í Íslendingi sem hefst á þessum orðum:
Það hefir oft verið um það rætt, að Akureyarbæ standi talsverð hætta af Gleránni, einsog um hana er búið nú, og oftar en einu sinni hefir það komið fyrir, að annaðhvort Glerárin sjálf eða tóvélalækurinn hafi bólgnað svo upp í hríðum, að þau hafi hlaupið úr farveg sínum og flætt suður að húsunum á Oddeyri og gert þar allskonar óskunda, svo sem runnið inn í kjallara o.s.frv.