Fréttir

Breytingar á bæjarskrifstofum í Samkomuhúsinu

Þann 8. nóv. 1951 var í bæjarráði Akureyrar kosin nefnd til að athuga á hvern hátt megi spara í rekstri bæjarins. Þessi athugun var gerð að tilhlutan Félagsmálaráðuneytis á öllu landinu skv. bréfi Steingríms Steinþórssonar dags. 2. nóv. 1951. Sparnaðarnefndin lét m.a. gera teikningar af breytingum á bæjarskrifstofunum og einnig lagði hún til að athugað væri hvort lögreglan gæti tekið að sér að annast manntal fyrir bæinn og halda spjaldskrá um það.

Egg soðin í heitri laug í flæðarmálinu í Hrísey

Hrísey á Eyjafirði er 11,5 km2 að flatarmáli, um 7 km á lengd og 2,5 km á breidd þar sem hún er breiðust og er hún önnur stærsta eyja á Íslandi. Þar hefur verið búið allt frá landnámi. Í Héraðsskjalasafninu á Akureyri eru til margvísleg skjöl frá Hrísey,

Aðbúnaður skólabarna á Oddeyrinni

Haustið 1882 var í fyrsta skipti hafin barnakennsla á vegum bæjarins á Oddeyri. Barnaskóli Akureyrar  hafði þá verið starfræktur frá haustinu 1871, en vegna óánægjuradda Oddeyrarbúa var nú svolitlum fjármunum varið til barnakennslu á Oddeyri. Skólinn var þó stopull fyrstu árin, kennaraskipti voru tíð, stöðugt húsnæðishrak og húsnæðið oft ískalt og óboðlegt,     

Alþjóðlegi skjaladagurinn 9. júní

Laugardaginn 9. júní er Alþjóðlegi skjaladagurinn sem skjalasöfn um allan heim taka þátt í með einum eða öðrum hætti. Á þessum degi er vakin athygli á mikilvægi starfs skjalasafna og mikilvægi þess að skjöl varðveitist með tryggilegum hætti.

Hvar var Saumastofa Akureyrar?

Það var í október 1929 sem hlutabréf féllu í verði í kauphöllinni í Wall Street í New York og um ári síðar tók afleiðinganna að gæta á Akureyri.  Atvinna dróst saman og viðskiptin gengu hægar.  Stærri og stærri hluti tekna bæjarsjóðs fór til fátækraframfærslu og árið 1935 fór liðlega fimmtungur teknanna í þennan málaflokk.  Neyðin fór vaxandi og ljóst var að bæjaryfirvöld yrðu að gera eitthvað í málinu.  Samið var við Hjálpræðisherinn um rekstur mötuneytis, sem tók til starfa í október 1935 í Laxamýri (Strandgötu 19b). Þangað gat fólk komið og satt hungur sitt, ef það gat sannað fátækt sína.  Líklega stóðu þessar matargjafir yfir í tvö ár.

Skálað í reisugildi fyrstu kirkjunnar á Akureyri fyrir 150 árum

Á útmánuðum 1862 var hafist handa við að byggja kirkju á Akureyri, en áður höfðu Akureyringar átt kirkjusókn að Hrafnagili. Kirkjusmiðurinn Jón Chr. Stephánsson segir að byrjað hafi verið að reisa kirkjuna þann 26. maí 1862 (þ.e. reisa sperrur) og var hún reist þar sem nú er Minjasafnskirkjan.

Gleymdur atburður - sýning endurtekin að hluta

Árlega halda skjalasöfn á Norðurlöndum kynningardag, annan laugardag í nóvember.  Unnið er út frá ákveðnu þema hverju sinni en árið 2008 var þemað Gleymdir atburðir.  Gleymdi atburðurinn hjá okkur hérna á skjalasafninu var 100 ára afmæli Akureyrarkaustaðar 1962 og var sett upp sýning með skjölum, munum  og myndum frá afmælinu og varðveitt eru hér.  Mánudaginn 21. maí munum við setja þessa sýningu að hluta til upp aftur og mun hún standa í tvær vikur eða til og með 1. júní.

Konur gerðu garðinn

Árið 1909 áttu fjórar frúr á Akureyri sameiginlegan draum: Að setja á laggirnar lystigarð fyrir almenning þar sem bæjarbúar ættu þess kost að dvelja sér til hressingar og ánægju... Þessar konur voru þær frú Anna Stephensen kaupmannsfrú, Alma Thorarensen lyfsalafrú, María Guðmundsson bæjarfógetafrú og Sigríður Sæmundsen prestsfrú, síðar vígslubiskupsfrú.

Um fyrstu brýr á Glerá

Fyrir 150 árum eða þann 1. maí 1862 birtist grein um Glerá í Norðanfara, blaði sem gefið var út mánaðarlega á Akureyri. Greinin fjallar um hversu mikill farartálmi Glerá er, því þá er hún óbrúuð með öllu. Sagt er frá því að oft hafi komið til tals að brúa ána ofan Bandagerðisfossins

Vígsla Elliheimilis Akureyrar og kvenfélagið Framtíðin

Meðal dagskrárliða 100 ára hátíðarhaldanna var vígsla Elliheimilis Akureyrar.  Athöfnin var fyrsta atriðið á afmælisdaginn og hófst á vígsluræðu Magnús E. Guðjónssonar bæjarstjóra.  Að henni lokinni kvaddi Ingibjörg Haraldsdóttir formaður kvenfélagins Framtíðin sér hljóðs og sagði: Herra forseti Íslands, háttvirta samkoma Í dag er hátíð í hugum Akureyringa, bæði nærverandi og fjærstaddra, eldri og yngri, er við minnumst þess að 100 ár eru liðin síðan bærinn okkar fagri fékk kaupstaðarréttindi.