Fréttir

Bæjarlistamaður ráðinn árið 1954, hugmyndir ollu deilum

Árið 1954 var Jónas S. Jakobsson ráðinn sem sérstakur bæjarlistamaður, með það hlutverk að skreyta bæinn.  Um haustið skilaði Jónas nokkrum tillögum.  Á Ráðhústorg vildi hann setja gosbrunn eða styttu af Helga magra.  Upp af Torfunefsbryggju átti að gera hringmyndaðan hólma og setja á hann táknrænt listaverk fyrir skip og flughöfn. 

Af heiðursborgurum

Í tímans rás hafa átta einstaklingar verið kjörnir heiðursborgarar á Akureyri.  Sá fyrsti var kjörinn 11. nóvember 1920 en það var sr. Matthías Jochumsson, sem varð 85 ára þann dag. Matthías var þjóðþekktur maður og eftir hann liggur mikið af sálmum, ljóðum og rituðu efni en sennilega er hann þekktastur fyrir Lofsönginn og leikritið Útilegumennina (Skugga-Sveinn).  Matthías fluttist til Akureyrar 1887 og þjónaði Akureyringum til fardaga 1900.  Hann lést 18. nóvember 1920.

Merki bæjarins

Í október 1959 birtu bæjarblöðin auglýsingu frá bæjarstjóra þar sem auglýst var samkeppni um  merki fyrir Akureyri.  Merkið skyldi vera einfalt og á einhvern hátt táknrænt fyrir staðinn og var verðlaunum heitið fyrir hæfasta merkið. 

Ertu Akureyringur?

Meðal efnis sem barst á safnið árið 2011 var erfiljóð ort af Matthíasi Jochumssyni.  Upphafið er svona: Sigurbjörg Gunnarsdóttir fædd 1820, dáin 1901 (undir nafni dóttur hennar) Seinn er sólargangur seinni nóttin þó, síðan, móðir milda, myrkvann yfir dró. Ein og hrelld ég hými, heimsins fjarri glaum, ein með hryggð og angur, ein með lífs míns draum.

Leiksýning fyrir 150 árum

Hér er gripið niður í dagbók Sveins Þórarinssonar amtsskrifara fyrir réttum 150 árum. "1. sd. í föstu 9. marts 1862 Sama veður [sólskin og sunnan frostgola]. Ég fór ofaná Akureyri og dvaldi þar um daginn og gisti um nóttina hjá Indriða gullsmið, drakk nokkuð. Comediur fórust fyrir vegna dauðsfalls hjá Havsteen."

Sýning á skjölum Kvennaframboðsins á Akureyri

Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars bauð Jafnréttisstofa upp á dagskrá á Hótel KEA helgaða 30 ára afmæli Kvennaframboðsins á Akureyri. Héraðsskjalasafnið geymir  

Teikningar Kristins G. Jóhannssonar frá 1962

Að beiðni undirbúningsnefndar vegna 100 ára afmælis kaupstaðarins teiknaði Kristinn G. Jóhannsson myndir af gömlum húsum í bænum.

Við hvað störfuðu Akureyringar árið 1862 ?

Á Akureyri voru 294 íbúar árið 1862. Í manntali það ár má sjá að þessir íbúar gegndu hinum margvíslegustu störfum, en stór hluti hafði ekki starfsheiti t.d. börn og gamalmenni og giftar konur voru taldar upp á eftir eiginmönnum sínum og titlaðar "kona hans". Hér á eftir má sjá helstu

Hátíðarfundur 29. ágúst 1962.

Hátíðarfundur í tilefni af 100 ára afmæli Akureyrar var haldinn í Samkomuhúsi bæjarins miðvikudaginn 29. ágúst 1962 kl. 17:45. Dagskrá:

Úr fundargerðabók afmælisnefndar vegna 100 ára afmælis kaupstaðarins

Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar þriðjudaginn 21. febrúar 1961 var samþykkt tillaga bæjarráðs frá 15. febrúar um kosningu 5 manna nefndar (4ra auk bæjarstjóra) til að undirbúa og sjá um hátíðahöld í tilefni 100 ára kaupstaðarafmælis Akureyrar 29. ágúst 1962.