Fréttir

Heill þér mæta, merka kona

Nýr vefur um einkaskjalasöfn

Að afloknum fundi Þjóðskjalasafns Íslands með héraðsskjalavörðum á Háskólatorgi í dag var haldið í Þjóðskjalasafn Íslands þar sem Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra opnaði formlega nýjan vef. Þessi vefur einkaskjalasafn.is hýsir upplýsingar um einkaskjalasöfn sem varðveitt eru í söfnum um land allt. Nú er um að gera að prófa vefinn og athuga hvort þið finnið þarna upplýsingar um hvort skjöl ættingja, vina, sögulegra persóna, verkakvenna, ráðherra, rafvirkja, húsmæðra eða hvers svo sem þið kjósið að leita að eru varðveitt á einhverju safni !

Brenndu þetta snifsi að lestri loknum

Að slá köttinn úr tunnunni

Í tilefni öskudagsins þar sem löngum hefur verið sleginn kötturinn úr tunnunni á Akureyri eru hér birtar myndir úr skjalasafni Hestamannafélagsins Léttis á Akureyri. Léttismenn sáu bæjarbúum um árabil fyrir þeirri skemmtun um sumarmál að slá köttinn úr tunnunni.

Komdu norður

Komdu norður er líklega búið að skapa sér þann sess að flestir tengja það við tilraunir Akureyringa til þess að fá fleiri gesti til bæjarins, oftar er ekki í einhverjum lotum eða kynningarvikum. Kaupmenn, hótelstýrur, kokkar, leikhúsfólk og aðrir hafa sett saman auglýsingar þar sem miklir og góðir kostir þess að sækja Akureyri heim hafa verið tíundaðir og tilboð og ,,einstök tækifæri" hafa verið í boði undir merkjum Komdu norður.