Í tilefni öskudagsins þar sem löngum hefur verið sleginn kötturinn úr tunnunni á Akureyri eru hér birtar myndir úr skjalasafni Hestamannafélagsins Léttis á Akureyri. Léttismenn sáu bæjarbúum um árabil fyrir þeirri skemmtun um sumarmál að slá köttinn úr tunnunni.
Grímuklæddir riddarar í skrautklæðum þeystu fram hjá hangandi tunnu með barefli í hönd og slógu í tunnuna, sem lét smátt og smátt undan höggunum. Sá sem sló síðustu leifar tunnunnar niður i jörðina hlaut tignarheitið „Tunnukóngur", en sá ,,Kattarkóngur" sem gat slegið köttinn (sem gjarnan var dauður hrafn) til jarðar.