Nonnahús, Aðalstræti 54, byggt 1853 eða 1854. Húsið er kennt við pater Jón Sveinsson. Zontaklúbbur Akureyrar eignaðist húsið 1952 og réðist þá í að koma húsinu í sem mest upprunalegt horf. Nonnahús var opnað sem minjasafn á aldarafmæli Nonna árið 1957.