Saurbæjarhreppur

Saurbæjarhreppur var innsti hreppur Eyjafjarðar og lá beggja vegna Eyjafjarðarár. Vestan Eyjafjarðarár náði hann að hreppamörkum við Hrafnagilshrepp sem voru við Skjóldalsá en austan Eyjafjarðarár náði Saurbæjarhreppur að hreppamörkum við Öngulsstaðahrepp, milli Öxnafells og Sámsstaða. Árið 1991 sameinuðust Hrafnagilshreppur, Saurbæjarhreppur og Öngulsstaðahreppur og mynduðu sveitarélagið Eyjafjarðarsveit.