Öxnadalshreppur

Öxnadalshreppur var fyrrum hluti Skriðuhrepps en 1910 var hann gerður að sérstöku sveitarfélagi. Hreppurinn náði yfir Öxnadalinn allan, út að Bægisá að austan og að merkjum Miðhálsstaða og Staðartungu að vestan. Árið 2001 sameinuðust Öxnadalshreppur, Skriðuhreppur og Glæsibæjarhreppur og mynduðu sveitarfélagið Hörgárbyggð en það sveitarfélag og Arnarneshreppur sameinuðust árið 2010 og úr varð sveitarfélagið Hörgársveit.