Glæsibæjarhreppur

Glæsibæjarhreppur náði til strandlengjunnar milli Glerárósa og Hörgárósa og sveitarinnar þar uppaf (Kræklingahlíðar) og Þelamerkur þ.e. svæðisins austan Hörgár frá ósum og inn að Öxnadalsá og Bægisá. Hreppurinn var kenndur við kirkjustaðinn Glæsibæ. Árið 1955 voru gerðar breytingar á hreppamörkunum þegar Glerárþorp var sameinað Akureyri.  Árið 2001 sameinuðust Glæsibæjarhreppur, Öxnadalshreppur og Skriðuhreppur og mynduðu Hörgárbyggð og 2010 bættist svo Arnarneshreppur við og fékk sveitarfélagið þá nafnið Hörgársveit.