Bréfabók bæjarstjórnar 1863-1871
Tilvísun: HskjAk. A-2/1 Akureyri, send bréf frá skrifstofu bæjarstjórnar. Bréfabók bæjarstjórnar 1863-1871.
Akureyrarbær hefur þurft að senda ýmis bréf í gegnum árin. Afrit af sendum bréfum voru flokkuð eftir hvaðan úr stjórnsýslunni þau komu og bundin inn í bækur sem náðu yfir nokkur ár, eftir umfangi. Flokkun bréfa hefur ekki alltaf verið gerð með sama hætti og markaðist af vinnulagi og aðstæðum á hverjum tíma. Þannig voru bréf bæjarstjórnar send beint þaðan áður en bæjarskrifstofunni var formlega komið á fót.