Fundargerðabók 1906-1907
Tilvísun: HskjAk. F-1/1 Ungmennafélag Akureyrar. Fundargerðabók 1906-1907.
Ungmennafélag Akureyrar var stofnað á nýársdag árið 1906 og hafði það ,,[...] fyrir mark og mið að vekja áhuga og samhug manna á öllu því sem þjóðlegt er og rammíslenskt [...]". Félagið var eitt af stofnfélögum Ungmennafélags Íslands, landssamtaka ungmennafélaga, og starfaði af miklum krafti til um 1940.