- 17 stk.
- 04.11.2022
Hreint og fínt var sýning Héraðsskjalasafnsins sem sett var upp í tilefni skjaladagsins 2022.
Opinber skjalasöfn á Norðurlöndum hafa lengi kynnt starfsemi sína með ýmsu móti en frá 2001 hafa þau sameinast um árlegan kynningardag, annan laugardag í nóvember. Mörg skjalasöfn opna hús sín fyrir almenningi á þessum degi og vilja með því vekja athygli á starfinu á söfnunum. Á öðrum söfnum hafa verið settar upp sýningar á völdum skjölum, allt eftir því sem hentar hverju sinni. Alltaf hefur verið unnið út frá ákveðnu þema og í ár var það hreinlæti.
Það er orðið að árlegri hefð að starfsfólk Héraðsskjalasafnsins dragi fram skjöl úr geymslunum og setji upp sýningu í nóvember, í takt við þema ársins hverju sinni.
Í ár voru skjölin ekki aðeins í sýningarkössum eins og þau koma fyrir, heldur jafnframt á stafrænu formi í sjónvarpi. Á sýningunni voru einnig stutt myndbönd með dæmum um hreinsun skjala, sem er eitt af því sem gert er baksviðs á skjalasöfnum.