Sýning um hjónin Harald Níelsson og Aðalbjörgu Sigurðardóttur var haldin í samstarfi Amtsbókasafns, Héraðsskjalasafns og Péturs Péturssonar prófessors í guðfræði við Háskóla Íslands.
Tilefni þessarar sýningar var að 140 ár voru liðin frá fæðingu Haralds og öld frá útkomu biblíuþýðingar hans. Sýningin var opnuð 29. ágúst og í tengslum við sýninguna var haldið málþing þann dag. Sýningin stóð út september. Á sýningunni voru til sýnis myndir, fundargerðarbækur guðspekistúkunnar Systkinabandið, bréf og munir úr fórum þeirra sem að sýningunni stóðu.