Þorrinn

 

Á bóndadaginn, 22. janúar 2010 var gerð ný tilraun til að vekja athygli á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.  Fundið var efni sem tengist þorranum í einkaskjalasöfnum, það ljósritað og sett í möppur.

Möppurnar voru síðan settar á áberandi stað á Amtsbókasafninu, sem er í sama húsi og Héraðsskjalasafnið. Í stað þess að halda hefðbundna sýningu þar sem skjölin eru í lokuðum kössum var þessi leið valin til þess að færa efnið nær almenningi, þ.e. gestum bókasafnsins, sem annars væru ekki að skoða efni skjalasafnsins.

Tilrauninni lauk á konudaginn. 


Til baka