Pálmholt 60 ára

 

Í júní 2010 var því fagnað að 60 ár voru liðin frá því að kvenfélagskonur í Hlíf stofnuðu barnaheimilið Pálmholt.  Héraðsskjalasafnið kom að þessum tímamótum með því að taka þátt í sýningu sem var í andyri Brekkugötu 17 í júnímánuði.  Meðal þess sem dregið var fram úr skjalasafni Kvenfélagsins Hlífar var kvikmynd sem Eðvarð Sigurgeirsson gerði í Pálmholti sumarið 1952 og gestabók Pálmholts.

 Hér má sjá fleiri myndir frá sýningunni

Til baka