Norræni skjaladagurinn 2010 - Veður og loftslag

Norræni skjaladagurinn er haldinn árlega annan laugardag í nóvember og árið 2010 bar hann upp á 13. nóvember 2010. Það ár var þema dagsins veður og loftslag.  Á Héraðsskjalasafninu á Akureyri eru varðveittar fjölda heimilda sem snúa að veðrinu. M.a. þá innihalda dagbækur hinna og þessa einstaklinga oft veðurlýsingar og einnig eru til fuglaspár þar sem hegðun fugla er túlkuð til að spá fyrir um veðurfarið. 

Annar af tveimur pistlum Héraðsskjalasafnsins á Akureyri sem settir voru inn á vef skjaladagsins er einmitt um þessar fuglaspár eftir Þorstein Þorsteinsson aviolog.

G-41/15 Síða úr minnisbók Ólafs frá því í maí 1954, þegar hann skoðaði Víkurhóla og Víkurhnjúk. Fram kemur í bókinni Berghlaup að Ólafur gerði a.m.k. fjórar athuganir á staðháttum þar.

HÉR MÁ SJÁ PISTILINN „SPÁ ÞORSTEINS ÞORSTEINSSONAR 13. NÓVEMBER 1999"

HÉR MÁ SJÁ PISTILINN „ÓLAFUR BJÖRGVIN JÓNSSON OG BERGHLAUPIN“

Til baka