Landsmót UMFÍ

Hundrað ára afmælissýning Landsmóta UMFÍ var sett upp í tengslum við 26. landsmót UMFÍ á Akureyri 2009.  Sýningin var opnuð sama dag og landsmótið var sett, 4. júlí og stóð fram yfir verslunarmannahelgi.  

Á sýningunni voru hverju landsmóti gerð skil á þar til gerðum renningum sem hengdir voru upp í gluggum í anddyri hússins.  Sýnishorn úr íþróttasögu Akureyrar og Eyjafjarðar voru dregin fram úr geymslum Héraðsskjalasafnsins og bækur og tímarit komu frá Amtsbókasafninu.  Skjalasafn UMFÍ lagði til eldri sýningarskrár og íþróttafélög bæjarins, UMSE og UFA  lánuðu verðlaunagripi og muni til sýningarinnar.  Hönnuður sýningarinnar var Björn Björnsson.

 

Hér má sjá fleiri myndir frá sýningunni

Til baka