Espholin

 

Föstudaginn 19. júní opnaði norski sendiherrann á Íslandi sýningu á verkum norsk/íslenska málarans Kaare Espolin Johnson í Ketilhúsinu á Akureyri. Þar sem málarinn var af íslensku bergi brotinn og nafn hans dregið af bæjarnafninu Espihóll þótti tilhlýðilegt að gera þeim tengslum einhver skil. Héraðsskjalasafnið var því með sýningu á 2. hæð Ketilhússins þar sem sýnd voru ættartengsl Kaare Espholin Johnson við Jón Jakobsson (1738-1808) sýslumann á Espihóli og einnig voru til sýnis skjöl og rit sem tengdust Espholin fjölskyldunni.

 

 Hér má sjá fleiri myndir frá sýningunni

Til baka