Árið 1953 var tekin upp sú nýlunda að sérstakur sendibíll var gerður út á vegum Brauðgerðar KEA og fór um nágrannasveitirnar einu sinni í viku. Brauðbíllinn var á ferðinni alla virka daga frá 10 að morgni fram að kvöldmat.
Ekki voru tök á því að fara heim á hvern bæ, flesta þó og svo gat fólk komið í veg fyrir bílinn. Flest heimili keyptu eitt rúgbrauð, tvö franskbrauð, kringlur, tvíbökur og svo eitthvað af kaffibrauði. Viðskiptin voru mun meiri yfir sumartímann, t.d. þegar heyskapur stóð sem hæst. Í árslok 1960 var þessari þjónustu hætt enda bar hún sig ekki.